Vakinn – Gæða og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefninu er stýrt af ferðamálastofu. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Vakinn er verkfæri á leið til sjálfbærni og til að auka gæði og öryggi. Viðmið Vakans veita leiðsögn og þeim fylgja margvísleg hjálpargögn sem má nýta til að bæta reksturinn og starfshætti í fyrirtækinu.
Vottun
iCert er samstarfsaðili Ferðamálastofu um úttektir og vottun á Vakanum. Markmið með samstarfinu er að tryggja óháð mat á innleiðingu og virkni kerfanna. Vakinn er öflugt verkfæri til að auka fagmennsku og gæði í ferðaþjónustu og á sama tíma er merki Vakans er gæðastimpill sem nýtist sem markaðstæki fyrir öll fyrirtæki sem taka þátt. Fyrirtæki og einstaklingar leita þannig í auknum mæli eftir staðfestingu á gæðum en vottun á Vakanum er gæðastimpill. Engin krafa er hins vegar gerð um að fá gæða- og umhverfiskerfi Vakans tekið út og vottað en með því að innleiða Vakann í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja fá fyrirtæki.
Með því að fá gæða- og umhverfiskerfi Vakans tekið út og vottað fæst jafnframt aukinn ávinningur á að:
- Fá markvissa úttekt sérfræðinga sem byggð er á viðurkenndum gæða- og umhverfisviðmiðum.
- Fá staðfestingu á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
- Fá markaðslegan ávinning og samkeppnisforskot með vottun óháðs aðila á framkvæmd.
- Ábendingar um tækifæri til úrbóta sem stuðla að betri rekstri og aukinnar fagmennsku.
- Auka líkur á að uppfylla væntingar viðskiptavina.
Tilboðsbeiðni um vottin á gæða- og umhverfisvottun Vakans
Smelltu hér til að senda inn tilboðsbeiðni