ISO14001

ÍST EN ISO 14001:2015

Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi. Staðallinn setur fram ramma um hvernig setja má upp árangursríkt og skilvirkt umhverfisstjórnunarkerfi í því skyni að ná árangri í umhverfismálum sem snúa að starfseminni. Þannig er lögð áhersla á að skilgreina og kortleggja helstu umhverfisþætti sem snerta starfsemina, umhverfisáhrif af þeirra völdum og hvernig má bæta árangur í umhverfismálum. Staðalinn er hægt að nýta óháð stærð eða starfsemi sem fram fer hjá fyrirtæki eða stofnun.

Staðallinn setur fram kröfur sem nauðsynlegt er fyrir umhverfisstjórnunarkerfi að uppfylla til þess að hljóta vottun. Með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við kröfur staðalsins sýna fyrirtæki og stofnanir fram á að þau taki umhverfismál alvarlega, að þau beri samfélagslega ábyrgð á umhverfismálum sínum og að unnið sé að stöðugum umbótum á umhverfismálum.

Vottun

iCert vottar umhverfisstjórnunarkerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST EN ISO 14001:2015. Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd umhverfisstjórnunarkerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd umhverfisstjórnunarkerfa með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.

Tilboðsbeiðni um vottun á umhverfisstjórnunarkerfi