Jafnlaunavottun

ÍST 85:2012

Jafnlaunastaðallinn

ÍST 85:2012

Markmið jafnlaunastaðalsins er að stuðla að og koma á launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Árið 2017 var lögfest sú skylda að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skyldu koma á jafnlaunakerfum og öðlast vottun á þau á grundvelli krafna staðalsins. Markmið laganna er að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og þannig stuðla að launajafnrétti kvenna og karla í samræmi við lög.
Jafnlaunastaðallin er stjórnunarkerfisstaðall sem snýr að launajafnrétti kynja á vinnustöðum og er markmið hans að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. 
Á heimasíðunni www.IST85.is má nálgast gjaldfrjálsan aðgang að staðlinum.

 

Innleiðing

Í tengslum við innleiðingu jafnlaunakerfa er nauðsynlegt að æðstu stjórnendur atvinnurekanda skilgreini stefnu í jafnlaunamálum sem er samtvinnuð launastefnu. Við útfærslu og framkvæmd kerfisins er nauðsynlegt að ákveða þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum og skulu viðmið taka mið af kröfum sem störf gera til starfsmanna. Í framhaldinu þarf að flokka störf á grundvelli viðmiðanna, þannig að saman séu flokkuð sömu eða jafnverðmæt störf. Til þess að kanna stöðu kynjajafnréttis er nauðsynlegt að framkvæma launagreiningar, bæði í tengslum við innleiðingu og svo reglubundið eftir innleiðingu.
Á fræðsluvef iCert má finna mikið af fræðsluefni og upplýsingum um kröfur staðalsins ÍST 85:2012 sem auðvelda atvinnurekendum skilning á þeim kröfum sem settar eru fram í staðlinum.

Vottun

iCert vottar jafnlaunakerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST 85:2012. Staðallinn gerir engar formkröfur til launagreininga, starfaflokkunar eða jafnlaunaviðmiða, aðrar en þær að viðmiðin séu málefnaleg og trúverðug. iCert gerir þ.a.l. engar kröfur um tiltekna aðferðafræði eða hugbúnað sem nota á við innleiðingu svo lengi sem unnt sé að framkvæma úttekt á trúverðugleika jafnlaunakerfisins, þ.m.t. launagreininga, starfaflokkunar og jafnlaunaviðmiða.
Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd jafnlaunakerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.

Beiðni um tilboð













    Jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012Gæðastjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2015Umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2015





    NeiÓljóst



    Nei




    **Tilgangur forúttektar er að fara yfir útfærslu stjórnunarkerfis og undirbúning fyrirtækis/stofnunar fyrir vottun. Úttekt felur í sér grófa yfirferð á stjórnunarkerfinu og tengdum skjalfestum upplýsingum, mat á staðbundnum kröfur og hvort/hvenær fyrirtækið sé tilbúið til að undirgangast vottunarúttekt. Forúttekt felur einnig í sér mat á hversu vel fyrirtækið/stofnun þekkir kröfur viðkomandi stjórnunarkerfisstaðals.

    ÁVINNINGUR JAFNLAUNAKERFA

    Skilvirkari verkaskipting

    Rýni á störfum starfsmanna getur leitt í ljós tækifæri til skilvirkari verkaskiptingar.

    Aukið gagnsæi í launamálum

    Starfsmenn eru meðvitaðir um stefnu atvinnurekanda í jafnréttismálum og þess árangurs sem næst með framkvæmd jafnlaunakerfis.

    Sparnaður

    Með rýni á störfum og verðmæti þeirra má ná fram hagræðingu í rekstri og lækkun á kostnaði. 

    Stjórnunarkerfaskóli iCert

    Einfaldar innleiðingarferlið og rekstur

    Í Stjórnunarkerfaskóla iCert má finna ýmis námskeið sem reynast gagnleg við innleiðingu jafnlaunakerfa. Með því að fara á námskeið ná fyrirtæki og stofnanir sér þá þekkingu sem er nauðsynlegt til þess að koma á og reka jafnlaunakerfi og halda þannig beinum og óbeinum kostnaði niðri. Viðskiptavinir iCert fá námskeið í Stjórnunarkerfaskólanum á sérkjörum.

    HVAÐ FÁ VIÐSKIPTAVINIR ICERT

    Miðlægur verkefnavefur

    Sharepoint vinnusvæði

    Viðskiptavinir iCert fá aðgang að innri verkefnavef iCert. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um vottunarferlið. Á verkefnavef hafa viðskiptavinir iCert aðgang að úttektarskýrslum, vottunarskírteini og öðru sem við kemur vottunarverkefninu. Viðskiptavinir iCert hafa þannig aðgang að upplýsingum um vottun sína og stöðu hennar hvar og hvenær sem er, án auka kostnaðar.

    Fræðsluvefur

    Aukin þekking og skilningur

    Með aðgangi að fræðsluvef iCert fá viðskiptavinir iCert aðgang að efni sem nýtist viðskiptavinum allt frá því að vinna við innleiðingu jafnlaunakerfa hefst og því er mikill ávinningur af því að gera samning um vottun iCert snemma í ferlinu.

    Launagreining

    Ítarlegar launagreiningar

    iCert hefur þróað launagreiningarverkfæri sem er einfalt í notkun og ætti að henta öllum. Á fræðsluvef geta viðskiptavinir hlaðið verkfærinu niður og byrjað að nota strax. iCert býður upp á námskeið í notkun verkfærisins. 

    Frá útfærslu að vottun

    Innleiðing sett í samhengi

    Í stjórnunarkerfaskóla iCert er boðið upp á námskeiðið “Frá útfærslu að vottun”. Á námskeiðinu er farið yfir ferlið sem er fyrir höndum frá því að jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er keyptur og þar til vottun á jafnlaunakerfi hlýst. Viðskiptavinir iCert fá aðgang að námskeiði endurgjaldslaust.

    AUKINN ÁVINNINGUR VIÐSKIPTAVINA

    Minni kostnaður

    Með því að nota það fræðsluefni og þau verkfæri, sem viðskiptavinum iCert stendur til boða, má lækka heildarkostnað við innleiðingu jafnlaunakerfisins. Viðskiptavinir iCert geta t.a.m. framkvæmt tíðari launagreiningar.

    Skilvirkni

    Haldið er utan um allt sem tengist vottun miðlægt sem minnkar flækjustig og tryggir rekjanleika.

    Endurgjöf og stöðugar umbætur

    Markmið með vottun er fyrst og fremst að tryggja að allar kröfur séu uppfylltar og ekki síður að fá endurgjöf á útfærslu og framkvæmd stjórnunarkerfa. iCert leggur mikinn metnað í að veita uppbyggilega endurgjöf í úttektum og úttektarskýrslum sem stuðlar að stöðugum umbótum.