ISO9001

ÍST EN ISO 9001:2015

ISO 9001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn og innleiða gæðastjórnunarkerfi í starfsemi sína í því skyni að sýna fram að þau kappkosti að uppfylla gæðakröfur og gæðamarkmið sem gilda um starfsemina.
Staðallinn skilgreinir kröfur til fyrirtækja og stofnana sem vilja tryggja að vörur og þjónusta sem þau bjóða upp á uppfylli stöðugt kröfur viðskiptavina sinna og að þau vinni að stöðugum umbótum á stjórnunarkerfum sínum og starfsemi.

Vottun

iCert vottar jafnlaunakerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015.

Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd gæðastjórnunarkerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.

Tilboðsbeiðni um vottun á gæðastjórnunarkerfi