Vottanir iCert uppfylla allar kröfur

Vottanir iCert uppfylla allar kröfur

Í framhaldi af því að iCert fékk staðfest af faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 17021-1:2015 hefur Félags- og jafnréttismálaráðherra ákveðið að endurskoða reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012. Breytingin felur í sér að nýjum vottunarstofum, eins og iCert, er auðveldað að hefja störf og eru vottanir iCert á nú fullgildar vottanir í skilningi laganna og reglugerðarinnar. iCert væntir þess að nýta þessa heimild um skamma hríð en iCert á skammt í land með að verða fyrsta og eina vottunarstofan sem fær faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Innleiðing og faggilding á vottunarkerfi er langt, strangt og tímafrekt ferli líkt og innleiðing og vottun jafnlaunakerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Því þurfa fyrirtæki og stofnanir að vanda val á vottunaraðila vel en í lok árs 2019 þurfa vottanir að hafa verið veittar af faggiltum vottunarstofum í vottunum á jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012. Óljóst er hvaða gildi vottanir sem ekki eru faggiltar og veittar eru án eftirlits faggildingarsviðs hafa í skilningi laganna. Við val á vottunaraðila þurfa fyrirtæki og stofnanir jafnframt að hafa í huga að vottun er þjónusta og í henni felst endurgjöf á innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfis og hvað má gera betur. Endurgjöfin er mikilvæg til þess að stuðla að stöðugum endurbótum á kerfinu. iCert leggur ríka áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu.

iCert býr yfir mikilli þekkingu á úttektum, vottunum og öllu sem viðkemur framkvæmd stjórnunarkerfa. iCert hefur í dag sjö úttektaraðila á jafnlaunakerfum og hafa þeir allir mismunandi bakgrunn og ættu að henta öllum tegundum fyrirtækja og stofnana. Engin vottunarstofa býr yfir jafnmiklum fjölda úttektaraðila og iCert.

Á næstunni mun iCert kynna nýja þjónustu sem vottunarstofan býður upp á og um miðjan janúar mun iCert halda námskeið í innri úttektum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá iCert.