Úttekt faggildingarsviðs Einkaleyfastofu

Úttekt faggildingarsviðs Einkaleyfastofu

Dagana 27. og 28. september sl. kom faggildingarsvið Einkaleyfastofu ásamt matsmanni í úttekt á vottunarkerfi iCert. Úttektin gekk að mati iCert vonum framar og kann iCert Einkaleyfastofu miklar þakkir fyrir þær ábendingar og athugasemdir sem komu fram í úttektinni. Næsta skref í faggildingarferlinu er staðfestingarmat (e. witnessing assessment) á framkvæmd iCert á úttektum jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 og gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015. Eftir að iCert hefur fengið jákvæða niðurstöðu staðfestingarmats mun iCert geta veitt faggiltar vottanir.

Á næstunni, nánar tiltekið 19. – 24. október n.k., munu svo úttektaraðilar iCert sækja námskeið á vegum Velferðarráðuneytisins hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og þreyta að því loknu próf þann 29. október, sem er nauðsynlegt svo þeir teljist hæfir til þess að geta framkvæmt vottunarúttektir á jafnlaunakerfum.