Umsögn iCert um frumvarp um breytingar á lögum um loftslagsmál

Umsögn iCert um frumvarp um breytingar á lögum um loftslagsmál

Umhverfismál og aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingum hafa aldrei verið eins aðkallandi og nú. Árið 2015 skrifaði Ísland undir s.k. Parísarsáttmála sem í einfaldaðri mynd snýst um að þjóðir heims grípi til aðgerða til þess að halda hnattrænni hlýnun jarðar vel undir 2°C yfir gildum frá upphafi iðnbyltingar. Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um loftslagsmál þar sem m.a. er kveðið á um að stofnanir skulu draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfsemi þeirra. Að mati skortir trúverðugleika og traust til þeirra aðgerða sem boðaðar eru. Einnig vantar að mati iCert hvata fyrir aðra heldur en stofnanir til þess að sýna samfélagslega ábyrgð og fara fyrir með góðu fordæmi og draga úr losun og stuðla að kolefnisjöfnun starfsemi sinnar. Að því tilefni sendi iCert Umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um frumvarpið. Umsögn iCert má finna hér.