Námskeið Velferðarráðuneytisins

Námskeið Velferðarráðuneytisins

Dagana 19. – 24. október hélt Endurmenntun Háskóla Íslands námskeið f.h. Velferðarráðuneytisins fyrir úttektaraðila vegna vottunar jafnlaunakerfa. Til þess að teljast hæfur til úttekta á jafnlaunakerfum þurfa úttektaraðilar að hafa setið námskeiðið og staðist próf. Fulltrúar iCert á námskeiðinu voru sjö og samdóma álit þeirra var að vel var staðið að námskeiðinu og námsefnið mikilvægt til fyllingar á þeirri þjálfun sem farið hefur fram hjá iCert í úttektum stjórnunarkerfa, m.t.t. úttekta á jafnlaunakerfum. iCert vill þakka Velferðarráðuneytinu fyrir að hafa brugðist við ákalli iCert um nauðsyn þess að halda námskeiðið.