iCert veitt faggilding

iCert veitt faggilding

Í lok síðasta árs frestaði félags- og jafnréttismálaráðherra gildistöku jafnlaunavottunar um 12 mánuði. Ein af megin ástæðum þess var að ekki var nægt framboð af faggiltum vottunaraðilum. Faggildingarsvið Einkaleyfastofu hefur nú veitt iCert faggilding í vottun stjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. Faggildingin var veitt í kjölfar staðfestingarmats sem fram fór í mars og var athugasemdalaust af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu. Með faggildingunni er staðfest af opinberum aðila að vottunarframkvæmd iCert uppfyllir strangar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa hvað snýr að hæfni, óhæði, ábyrgð, gagnsæi, áhættustýringu o.fl. iCert beitir sömu aðferðafræði í allri sinni vottunarframkvæmd óháð því hvaða viðmið eiga við.

Mikilvægt er að tryggja hæfa aðila til þess að votta stjórnunarkerfi hérlendis á næstu árum. Sérstaklega í ljósi þess að stjórnvöld eru í ríkari mæli farin að líta til faggildingarkrafna þegar kemur að útvistun verkefna sbr. lögfesting jafnlaunavottunar. Veiting faggildingar nú er stórt skref í rétta átt en eigendur iCert búa yfir mikilli reynslu og miklum metnaði til að efla gildi vottunar hér á landi. Í tilefni faggildingar skrifaði framkvæmdastjóri iCert stuttan pistil um faggildingu. Til upplýsinga má finna faggildingarskírteini iCert hér. Upplýsingar um gildissvið faggildingar má fá á skrifstofu iCert.