Grænt bókhald

Grænt bókhald

Auknar kröfur eru gerðar til fyrirtækja og stofnana um birtingu upplýsinga um umhverfismál þeirra t.d. í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 851/2001 um grænt bókhald. sbr. 10.gr. Til þess að stuðla að trúverðugleika umhverfisskýrslna er óháð úttekt lykilatriði. iCert veitir fyrirtækjum og stofnunum óháða staðfestingu á upplýsingum í umhverfisskýrslum fyrirtækja og stofnana.

Umhverfisskýrslur innihalda valkvæðar og/eða lagalegar kröfur um miðlun upplýsinga fyrirtækja og stofnana um umhverfismál sem tengjast starfsemi þeirra. Slíkar upplýsingar eru birtar bæði í ársskýrslum sem ófjárhagslegar upplýsingar eða sem sér skýrslur í tengslum við sjálfsbærni og samfélagsskuldbindingar þeirra. Upplýsingarnar eru ætlaðar til þess að mæta þörfum og væntingum hagsmunaaðila s.s. fjárfestum, eftirlitsaðilum og viðskiptavinum.

Staðfesting óháðs aðila eykur trúverðugleika og áreiðanleika birtra upplýsinga líkt og með fjárhagsuppgjör fyrirtækja og stofnana.  Staðfestingaraðgerðir iCert fela í sér skoðun og staðfestingu á upplýsingum um umhverfismál og þá ferla fyrirtækja til þess að afla þeirra, í samræmi við umfang þeirra aðgerða sem viðskiptavinur óskar eftir hverju sinni og tilgang skýrslugjafar.

Í úttektum á umhverfisbókhaldi fyrirtækja og stofnana styðst iCert við kröfur ISO/DIS 14016 sem er staðall í þróun og er ætlað að vera kröfustaðall um úttektir staðfestingaraðila, t.d. vottunarstofa, um úttektir á umhverfisbókhaldi.

Fyrir úttektir á kolefnisbókhaldi fyrirtækja og stofnana styðst iCert jafnframt við kröfur ÍST EN ISO 14064-3:2012 Gróðurhúsalofttegundir – Hluti 3: Kröfur með leiðbeiningum til fullgildingar og sannprófunar á staðhæfingum um gróðurhúsalofttegundir.

Hafðu samband við skrifstofu iCert til að fá frekari upplýsingar.