Fréttir

Fréttir

Sía - allt
Þjónusta
Fréttir
  • READ MORE
    Launagreiningarverkfæri
    janúar 23, 2022
    Allir viðskiptavinir iCert hafa aðgang að launagreiningarverkfæri þannig að þeir geti framkvæmt launagreiningar með auðveldum hætti og þegar þeim hentar. Launagreiningarverkfæri iCert hefur nú verið uppfært vegna óska viðskiptavina iCert. Í nýrri útgáfu er hægt að skilgreina allt að 200 störf og gera greiningu fyrir allt að 4.000 starfsmenn. Jafnlaunaviðmið eru nú allt að 13 og persónubundnir þættir allt að 4 og hentar þannig sérstaklega fyrir starfsmat sveitarfélaga. Nálgast má nýja útgáfu á innri vef iCert.
  • READ MORE
    Samstarf við DNV GL
    janúar 13, 2021
    Það er sönn ánægja að tilkynna að vottunarstofurnar, iCert ehf. og DNV GL, hafa gert samstarfssamning sín á milli. DNV GL er alþjóðleg vottunarstofa sem hefur verið starfandi frá 1864 og er leiðandi á heimsvísu í faggildum vottunum stjórnunarkerfa, áhættustjórnun og staðfestingu ETS losunaruppgjörs. Viðskiptavinir DNV GL eru yfir 100.000 í sjávarútvegi, jarðefna-, orku-, matvæla- og heilbrigðisgeira auk annarra atvinnugreina og er DNV GL með starfsemi í yfir 100 löndum en íslensk fyrirtæki hafa einnig sótt í vottun frá DNV GL. Samningurinn er mikil lyftistöng fyrir þjónustuframboð iCert og eykur aðgang Íslenskra fyrirtækja og stofnana að faggiltum vottunum og staðfestingum. Með tilkomu samstarfsins við DNV GL er nú hægt að bjóða faggiltar vottanir á öll stjórnunarkerfi. DNV GL hefur einnig verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála. Fyrirtækið býður m.a. upp á óháðar staðfestingar fyrir grænar skuldabréfaútgáfur sem eru að verða æ fyrirferðameiri hér á landi. DNV GL varð viðurkenndur aðili til staðfestinga á verkefnum undir Kyoto bókuninni árið 2005 og hefur síðan veitt staðfestingar á loftslagsverkefni og loftslagsbókhaldi fyrirtækja sem falla undir EU ETS. DNV GL hefur gefið út kröfustaðal fyrir fyrirtæki og stofnanir sem setja sjálfbærni í forgrunn með tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur enn ekki verið boðið upp á faggiltar vottanir á sviði loftslagsmála og sjálfbærni og því mikill fengur fyrir fyrirtæki að geta fengið faggilta og óháða staðfestingu á hvort að sjálfbærnimál þeirra séu í réttum farvegi. Þjónustusvið DNV GL er breitt og hvetur iCert þá sem vilja fræðast betur um samstarfið og þjónustuframboðið að hafa samband við skrifstofu iCert. iCert fagnar því trausti sem vottunarstofunni er veitt og hlakkar til samstarfsins.
  • READ MORE
    Tilkynning vegna COVID-19
    mars 11, 2020
    Í ljósi aukinnar áhættu á smiti af COVID-19, tilmæla Landlæknis og Almannavarna og samfélagslegrar ábyrgðar iCert mun iCert, frá og með 12. mars nk., ekki framkvæma úttektir á starfsstöðvum viðskiptavina. iCert mun hins vegar halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á forúttektir og eftirlitsúttektir í gegnum fjarfundarbúnað en það hefur hingað til gefið virkilega góða raun. Fjarfundarfyrirkomulag hefur hingað til aðeins verið notað vegna úttekta viðskiptavina á landsbyggðinni til þess ætlað að halda kostnaði þeirra vegna úttekta í lágmarki og í samræmi við loftslagsstefnu iCert . Á meðan neyðarstigi Almannavarna varir býður iCert viðskiptavinum sínum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, jafnframt að framkvæma vottunarúttektir í gegnum fjarfundarbúnað.
  • READ MORE
    Sigurður M. Harðarson kemur til starfa hjá iCert
    október 9, 2019
    Sigurður M. Harðarson, einn eigenda vottunarstofunnar iCert ehf., mun koma af fullum krafti til starfa hjá iCert í byrjun nóvember. Sigurður hefur hingað til sinnt störfum sínum hjá iCert samhliða störfum sínum fyrir Icelandair Group. Frá stofnun iCert hefur Sigurður borið ábyrgð á þjálfun úttektaraðila iCert í úttektum á jafnlaunakerfum og öðrum stjórnunarkerfum, en reynsla hans í úttektum og vottun stjórnunarkerfa spannar yfir aldarfjórðung.  Sigurður starfaði jafnframt hjá vottunarstofu erlendis til margra ára en hann hefur einnig sinnt úttektum hérlendis á gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfum um áraraðir á vegum nokkurra erlendra vottunarstofa. Vegna mikilla anna iCert og nýrra verkefna mun Sigurður nú koma til með að stýra framkvæmd úttekta og efla gæða- og umhverfisvottunarhluta vottunarstofunnar. Sigurður hóf störf hjá Icelandair Group fyrir 4 árum við uppbyggingu og innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis. Fyrir tveimur árum síðan náðist sá áfangi að öll átta fyrirtæki Icelandair Group samstæðunnar voru orðin vottuð í samræmi við ISO umhverfisstjórnunarstaðla sem og kröfur IATA alþjóðasamtaka flugfélaga. Innleiðing á umhverfisstjórnunarkerfi fyrir samstæðu af stærðargráðu eins og Icelandair Group, á ekki lengri tíma er fáheyrt. Innleiðingin og vottunin var mikilvægt framfaraskref í starfsemi Icelandair Group á tímum loftslagsbreytinga og merki um samfélagslega ábyrgð samstæðunnar. iCert hefur síðustu misseri bent á mikilvægi þess að sett verði viðmið og komið upp vottunarkerfi fyrir loftslagsmál, sérstaklega hvað snertir fullyrðingar um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi. iCert hefur unnið að gerð slíkra viðmiða og verða þau birt á allra næstu vikum. Með Sigurði er komin mikilvæg viðbót hjá vottunarstofunni í áframhaldandi þróun og útfærslu nýrra lausna vottunarstofunnar í loftslagsmálum. Sigurður mun þannig ekki segja skilið við umhverfis- og loftslagsmál en mun nú gera það á stærri vettvangi.
  • READ MORE
    Starfsemi iCert flytur
    september 28, 2019
    Vegna mikilla anna og aukinna verkefna hefur starfsemi iCert flust frá Ármúla 4 í stærri skrifstofu að Sundagörðum 2.
  • READ MORE
    Vottun skv. ÍST 85 og ÍST EN ISO 9001
    maí 21, 2019
    Á dögunum veitti iCert annars vegar Reiknistofu bankanna hf. vottun á að jafnlaunakerfi RB uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og hins vegar Fjölbrautaskólanum við Ármúla vottun á að gæðastjórnunarkerfi skólans fyrir fjarnám uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015. iCert vill óska þeim til hamingju með árangurinn. Sjá nánar á heimasíðu RB og FÁ
  • READ MORE
    Nefndarfundur umhverfis- og samgöngunefndar
    maí 14, 2019
    Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri iCert, mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis núna í morgun til að fylgja eftir og fara með ítarlegri hætti yfir umsögn vottunarstofunnar um frumvarp til breytingar á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (Mál 758 - Loftslagsmál (styrking á stjórnsýslu og umgjörð)). Umsögn iCert er aðgengileg á vef Alþingis og hana má nálgast hér.
  • READ MORE
    Umsögn iCert um frumvarp um breytingar á lögum um loftslagsmál
    apríl 24, 2019
    Umhverfismál og aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingum hafa aldrei verið eins aðkallandi og nú. Árið 2015 skrifaði Ísland undir s.k. Parísarsáttmála sem í einfaldaðri mynd snýst um að þjóðir heims grípi til aðgerða til þess að halda hnattrænni hlýnun jarðar vel undir 2°C yfir gildum frá upphafi iðnbyltingar. Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um loftslagsmál þar sem m.a. er kveðið á um að stofnanir skulu draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfsemi þeirra. Að mati skortir trúverðugleika og traust til þeirra aðgerða sem boðaðar eru. Einnig vantar að mati iCert hvata fyrir aðra heldur en stofnanir til þess að sýna samfélagslega ábyrgð og fara fyrir með góðu fordæmi og draga úr losun og stuðla að kolefnisjöfnun starfsemi sinnar. Að því tilefni sendi iCert Umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um frumvarpið. Umsögn iCert má finna hér.
  • READ MORE
    iCert veitt faggilding
    apríl 2, 2019
    Í lok síðasta árs frestaði félags- og jafnréttismálaráðherra gildistöku jafnlaunavottunar um 12 mánuði. Ein af megin ástæðum þess var að ekki var nægt framboð af faggiltum vottunaraðilum. Faggildingarsvið Einkaleyfastofu hefur nú veitt iCert faggilding í vottun stjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. Faggildingin var veitt í kjölfar staðfestingarmats sem fram fór í mars og var athugasemdalaust af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu. Með faggildingunni er staðfest af opinberum aðila að vottunarframkvæmd iCert uppfyllir strangar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa hvað snýr að hæfni, óhæði, ábyrgð, gagnsæi, áhættustýringu o.fl. iCert beitir sömu aðferðafræði í allri sinni vottunarframkvæmd óháð því hvaða viðmið eiga við. Mikilvægt er að tryggja hæfa aðila til þess að votta stjórnunarkerfi hérlendis á næstu árum. Sérstaklega í ljósi þess að stjórnvöld eru í ríkari mæli farin að líta til faggildingarkrafna þegar kemur að útvistun verkefna sbr. lögfesting jafnlaunavottunar. Veiting faggildingar nú er stórt skref í rétta átt en eigendur iCert búa yfir mikilli reynslu og miklum metnaði til að efla gildi vottunar hér á landi. Í tilefni faggildingar skrifaði framkvæmdastjóri iCert stuttan pistil um faggildingu. Til upplýsinga má finna faggildingarskírteini iCert hér. Upplýsingar um gildissvið faggildingar má fá á skrifstofu iCert.   
  • READ MORE
    Fræðslusíða
    mars 11, 2019
    Í dag fengu allir viðskiptavinir iCert í jafnlaunavottun aðgang að sérstakri fræðslusíðu um jafnlaunastaðalinn en með því vill iCert bæði veita viðskiptavinum síðnum miðlægan aðgang að fræðsluefni sem hingað til hefur verið á vinnusvæði vottunar á innri vef iCert og auðvelda miðlun nýs fræðsluefnis til viðskiptavina sinna. Viðskiptavinir iCert hafa aðgang að mikilli fræðslu um jafnlaunastaðalinn og kröfur hans. Það er því mikill ávinningur fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera samning snemma við iCert um vottun jafnlaunakerfa sinna enda nýtist efnið í innleiðingarferlinu og til framtíðarreksturs jafnlaunakerfa. Það fræðsluefni sem viðskiptavinir iCert hafa aðgang að er m.a.: Fræðsluefni um kröfur ÍST 85:2012 Kennsluefni um tölfræði Sérhannað kennsluefni um aðhvarfsgreiningu (launagreiningar) Tól til þess að framkvæma launagreiningu Gátlistar til að kanna stöðu sína m.t.t. krafna staðalsins Kennsluefni um innri úttektir Upplýsingar um vottunarferlið iCert uppfærir kennslu- og fræðsluefni reglulega. Fræðslusíða iCert er liður í að veita viðskiptavinum iCert framúrskarandi þjónustu á sviði jafnlaunavottunar. Auk fræðslusíðu hafa viðskiptavinir iCert aðgang að vinnusvæði vottunar þar sem vinnsla vottunar fer fram og haldið er utan um gögn sem verða til í vottunarferlinu. Þannig heldur iCert miðlægt utan um öll gögn sem tengd eru vottun viðskiptavina sinna sem þeir hafa alltaf aðgang að hvort heldur sem er gegnum tölvu eða snjallsíma. Ef fyrirtæki þitt er í innleiðingarferlinu eða að hefja það hafðu endilega samband við skrifstofu iCert til að afla upplýsinga um þjónustu iCert.
  • READ MORE
    Námskeið í innri úttektum 17. og 18. janúar
    janúar 2, 2019
    Dagana 17.  og 18. janúar heldur iCert námskeið í innri úttektum. Með lögfestingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 er fyrirtækjum og stofnunum gert að hlíta ákvæðum staðalsins. Í því fellst m.a. að framkvæma innri úttektir með reglubundnu millibili. Til þess að framkvæma innri úttektir er nauðsynlegt að tileinka sér aðferðafræði innri úttekta með hliðsjón af staðlinum ÍST EN ISO 19011:2018. iCert heldur námskeið í samvinnu við Dokkuna. Á námskeiði um innri úttektir er farið yfir úttektarframkvæmd stjórnunarkerfa frá a – ö eða frá því stjórnunarkerfi er fyrst útfært og framkvæmd endurtekinna úttekta á virkni þess. Námskeiðið eru tveir dagar þar sem fyrri dagurinn fer að mestu í fyrirlestra og sá síðari í verklega framkvæmd úttekta. Áhersla er ekki lögð á eitt stjórnunarkerfi framar öðru heldur er markmið námskeiðsins að veita þátttakendum skilning og þekkingu á framkvæmd innri úttekta óháð stjórnunarkerfi. Með þekkingu sem þátttakendur fá á námskeiðinu ættu þeir að geta tekið út hvaða stjórnunarkerfi sem er að því gefnu að þekking á viðkomandi stjórnunarkerfi sé til staðar. Hægt er að skrá þátttöku á námskeið hér.  
  • READ MORE
    Starfsleyfi til vottunar jafnlaunakerfa
    desember 12, 2018
    Í dag, 12. desember, fékk iCert formlega staðfestingu á heimild til að votta jafnlaunakerfi eins og fram kom á vef iCert nýverið. Við sem stöndum að iCert erum virkilega stoltir yfir þeim árangri sem vottunarstofan hefur náð frá því hún var stofnuð sl. sumar.
  • READ MORE
    Dokkufundur um innri úttektir
    desember 11, 2018
    Í dag, 11. desember, hélt iCert í samvinnu við Dokkuna kynningu um innri úttektir. Með lögfestingu jafnlaunavottunar er gerð sú krafa að fyrirtæki og stofnanir að tileinki sér framkvæmd innri úttekta á jafnlaunakerfi sín með það að markmiði að koma auga á frávik og bæta stöðugt rekstur jafnlaunakerfisins. Á fundinum var m.a. farið yfir: Hvað eru innri úttektir? Hvað á að skoða í innri úttektum? Hver og hvernig á að framkvæma þær? Hver er tilgangur innri úttekta, skipulag, framkvæmd og skýrslugjöf? Á fundinum var einnig farið yfir góðar venjur við gerð verklagsreglna. iCert vill þakka fundargestum fyrir þátttökuna. Um miðjan janúar er fyrirhugað tveggja daga námskeið í framkvæmd innri úttekta. Þar verður farið yfir helstu einkenni og áherslur stjórnunarkerfisstaðla, undirbúning og áætlanagerð úttekta, skipulag úttekta, framkvæmd úttekta, hæfnisviðmið o.fl. auk verklegra æfinga. Frekari upplýsingar um námskeiðið verða birtar fljótlega á heimasíðu iCert. Takmarkaður sætafjöldi er á námskeiðið til að tryggja gæði. Hægt er að óska eftir forskráningu með að senda tölvupóst á icert@icert.is Kynningu af Dokkufundinum má finna hér.
  • READ MORE
    Grein um jafnlaunavottun birtist á Vísi
    desember 10, 2018
    Í dag, 10. desember, birtist grein eftir framkvæmdastjóra iCert á Vísi um jafnlaunavottun. Í greininni er gert grein fyrir í hverju vottun felst en einnig fjallað um mikilvægi faggildingar. Eins og staðan er í dag er aðeins haft eftirlit með framkvæmd vottunaraðgerða í jafnlaunavottun hjá þeim sem eru í faggildingarferli hjá Einkaleyfastofu en því miður hefur enn engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottun jafnlaunakerfa þrátt fyrir að um 50 fyrirtæki og stofnanir hafi hlotið vottun. iCert á skammt í land með að hljóta faggildingu og verður áfram undir eftirliti hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu.
  • Jafnlaunavottun
    READ MORE
    Vottanir iCert uppfylla allar kröfur
    desember 3, 2018
    Í framhaldi af því að iCert fékk staðfest af faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 17021-1:2015 hefur Félags- og jafnréttismálaráðherra ákveðið að endurskoða reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012. Breytingin felur í sér að nýjum vottunarstofum, eins og iCert, er auðveldað að hefja störf og eru vottanir iCert á nú fullgildar vottanir í skilningi laganna og reglugerðarinnar. iCert væntir þess að nýta þessa heimild um skamma hríð en iCert á skammt í land með að verða fyrsta og eina vottunarstofan sem fær faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Innleiðing og faggilding á vottunarkerfi er langt, strangt og tímafrekt ferli líkt og innleiðing og vottun jafnlaunakerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Því þurfa fyrirtæki og stofnanir að vanda val á vottunaraðila vel en í lok árs 2019 þurfa vottanir að hafa verið veittar af faggiltum vottunarstofum í vottunum á jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012. Óljóst er hvaða gildi vottanir sem ekki eru faggiltar og veittar eru án eftirlits faggildingarsviðs hafa í skilningi laganna. Við val á vottunaraðila þurfa fyrirtæki og stofnanir jafnframt að hafa í huga að vottun er þjónusta og í henni felst endurgjöf á innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfis og hvað má gera betur. Endurgjöfin er mikilvæg til þess að stuðla að stöðugum endurbótum á kerfinu. iCert leggur ríka áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu. iCert býr yfir mikilli þekkingu á úttektum, vottunum og öllu sem viðkemur framkvæmd stjórnunarkerfa. iCert hefur í dag sjö úttektaraðila á jafnlaunakerfum og hafa þeir allir mismunandi bakgrunn og ættu að henta öllum tegundum fyrirtækja og stofnana. Engin vottunarstofa býr yfir jafnmiklum fjölda úttektaraðila og iCert. Á næstunni mun iCert kynna nýja þjónustu sem vottunarstofan býður upp á og um miðjan janúar mun iCert halda námskeið í innri úttektum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá iCert.
  • READ MORE
    Faggilding iCert
    nóvember 25, 2018
    iCert hefur nú fengið staðfest frá faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert sé í samræmi við kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa skv. staðlinum ÍST EN ISO 17021-1:2015. Lokaskrefið í faggildingarferlinu er því framundan, en stefnt er að framkvæmd staðfestingarmats faggildingarsviðs á vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 fari fram núna í desember samhliða vottunarúttekt hjá einum viðskiptavini iCert sem mun hljóta faggilta vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt. Sama gildir um viðskiptavini iCert á sviði jafnlaunakerfa. Þegar iCert framkvæmir vottunarúttekt á jafnlaunakerfi fer fram staðfestingarmat faggildingarsviðs og mun sá viðskiptavinur hljóta faggilta vottun á jafnlaunakerfi sitt og verður sú vottun fyrsta faggilta vottun jafnlaunakerfis hér á landi. Það er því mikil eftirvænting í herbúðum iCert og spennandi tímar framundan.
  • READ MORE
    Samstarfsaðilar
    nóvember 15, 2018
    iCert hefur gert samstarfssamninga við fimm einstaklinga sem munu sinna úttektum á jafnlaunakerfum og gæðastjórnunarkerfum viðskiptavina iCert. Þau eru; Anna María Þorvaldsdóttir, Ásdís Björg Jóhannesdóttir, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Pétursson og Gunnar Björnsson. iCert er þessa dagana að ljúka þjálfun úttektaraðilanna. Þjálfunin er þrískipt. Í fyrsta lagi er um að ræða námskeið sem iCert stóð fyrir í september, þar sem m.a. var fjallað um stjórnunarkerfi í víðum skilningi, vottun, vottunarframkvæmd og úttektir . Í öðru lagi sóttu úttektaraðilar iCert námskeið á vegum Velferðarráðuneytisins fyrir úttektaraðila jafnlaunakerfa núna í lok október. Í þriðja og síðasta lagi stendur iCert nú fyrir verklegri þjálfun aðilanna í úttektum undir tryggri handleiðslu Sigurðar M. Harðarsonar, samræmingarstjóra úttekta hjá iCert. Nánari upplýsingar um úttektaraðilana fimm má finna hér. Bakgrunnur þeirra er mismunandi og á eftir að nýtast viðskiptavinum iCert, af öllum stærðum og gerðum, vel. iCert býður úttektaraðilana fimm velkomna í hópinn og hlakkar til samstarfsins.
  • READ MORE
    Námskeið Velferðarráðuneytisins
    október 24, 2018
    Dagana 19. - 24. október hélt Endurmenntun Háskóla Íslands námskeið f.h. Velferðarráðuneytisins fyrir úttektaraðila vegna vottunar jafnlaunakerfa. Til þess að teljast hæfur til úttekta á jafnlaunakerfum þurfa úttektaraðilar að hafa setið námskeiðið og staðist próf. Fulltrúar iCert á námskeiðinu voru sjö og samdóma álit þeirra var að vel var staðið að námskeiðinu og námsefnið mikilvægt til fyllingar á þeirri þjálfun sem farið hefur fram hjá iCert í úttektum stjórnunarkerfa, m.t.t. úttekta á jafnlaunakerfum. iCert vill þakka Velferðarráðuneytinu fyrir að hafa brugðist við ákalli iCert um nauðsyn þess að halda námskeiðið.
  • READ MORE
    Úttekt faggildingarsviðs Einkaleyfastofu
    október 1, 2018
    Dagana 27. og 28. september sl. kom faggildingarsvið Einkaleyfastofu ásamt matsmanni í úttekt á vottunarkerfi iCert. Úttektin gekk að mati iCert vonum framar og kann iCert Einkaleyfastofu miklar þakkir fyrir þær ábendingar og athugasemdir sem komu fram í úttektinni. Næsta skref í faggildingarferlinu er staðfestingarmat (e. witnessing assessment) á framkvæmd iCert á úttektum jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 og gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015. Eftir að iCert hefur fengið jákvæða niðurstöðu staðfestingarmats mun iCert geta veitt faggiltar vottanir. Á næstunni, nánar tiltekið 19. - 24. október n.k., munu svo úttektaraðilar iCert sækja námskeið á vegum Velferðarráðuneytisins hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og þreyta að því loknu próf þann 29. október, sem er nauðsynlegt svo þeir teljist hæfir til þess að geta framkvæmt vottunarúttektir á jafnlaunakerfum.
  • READ MORE
    Úttekt faggildingarsviðs
    september 25, 2018
    Þann 27. og 28. september er faggildingarsvið Einkaleyfastofu væntanlegt í formlega úttekt á vottunarkerfi iCert til faggildingar. iCert sótti um faggildingu í vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 og jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 í júlí og stefnir á að verða fyrsta vottunarstofan sem hlýtur faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa.
  • READ MORE
    Dokkufundur um jafnlaunamál
    september 21, 2018
    Föstudaginn 21. september var haldinn í bíósal Arion banka dokkufundur um jafnlaunamál. Virkilega góð þátttaka var á fundinum en þar var farið yfir helstu spurningar sem brunnið hafa á þeim sem vinna nú í innleiðingu jafnlaunakerfa. Kynningarnar sem haldnar voru eftirfarandi Vottun og vottunarferlið - hvað tekur við eftir að innleiðingu er lokið? - Guðmundur Sigbergsson, framkv.stj. iCert Jafnlaunaviðmið - hvað í ósköpunum er konan að tala um? - Drífa Sigurðardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Attentus Hvað svo? - Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og eigandi Pay Analytics Einnig voru reynslusögur frá innleiðingarferlinu en þar tóku til máls: Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ Elín Gréta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Verkís Fundarstjóri var Sigurður M. Harðarson, umhverfisstjóri Icelandair Group og einn eiganda iCert. iCert vill þakka Dokkunni og þeim fyrirlesurum sem tóku til máls fyrir áhugaverðar, fræðandi og skemmtilegar kynningar. Kynningu iCert má finna hér.
  • READ MORE
    Námskeið fyrir úttektaraðila iCert
    september 16, 2018
    Dagana 11. - 15. september hélt iCert námskeið í framkvæmd úttekta. Á námskeiðinu var farið yfir helstu einkenni stjórnunarkerfisstaðla, framkvæmd vottunaraðgerða, úttektaraðferðir og farið yfir úttektarferla iCert. Námskeiðið er liður í þjálfun úttektaraðila iCert í úttektum á jafnlauna- og gæðastjórnunarkerfum og að tryggja samræmda framkvæmd vottunar- og úttektaraðgerða iCert. Nánar um jafnlaunavottun og vottun gæðastjórnunarkerfa má finna á heimasíðu iCert.
  • READ MORE
    KSI greiðir konum og körlum jafna bónusa
    september 1, 2018
    Í tilefni dagsins er gaman að rifja upp að í upphafi árs tók stjórn KSÍ ákvörðun um að greiða konum og körlum jafna bónusa. Stórt og jákvætt skref til þess að jafna hlut kvenna og karla í íþróttum. Áfram Ísland!
  • READ MORE
    Frétt um stöðu jafnlaunavottunar á RÚV
    ágúst 28, 2018
    Þann 26. ágúst birtist frétt um stöðu jafnlaunavottunar á Íslandi, sjá má fréttina hér. 142 fyrirtæki og stofnanir þurfa að hljóta vottun á jafnlaunakerfi sín fyrir árslok og því er mikilvægt að þau ljúki við innleiðingu kerfisins sem fyrst svo unnt verði að taka þau út til vottunar fyrir árslok. Á heimasíðu iCert er hægt að nálgast upplýsingar um vottunarferlið og fá tilboð í vottun jafnlaunakerfa. Hafðu samband í dag við skrifstofu iCert í síma 565-9001 og fáðu frekari upplýsingar. http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/23879?ep=7gbupu
  • READ MORE
    Nýr meðeigandi og samstarfsaðili
    ágúst 27, 2018
    Sigurður M. Harðarson hefur bæst í eigendahóp iCert. Sigurður er menntaður véltæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum og hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf við innleiðingu, rekstur og úttektir á stjórnunarkerfum. Sigurður starfar sem umhverfisstjóri Icelandair Group hf. en samhliða hefur hann sinnt störfum sem úttektarstjóri fyrir erlendar vottunarstofur í úttektum á stjórnunarkerfum fyrirtækja og stofnana samkvæmt ISO 9001, ISO 14001, ISO 22000, ISO 55001 OHSAS 18001 o.fl. Sigurður er jafnframt einn af höfundum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012, og mun hin víðtæka reynsla og yfirgripsmikla þekking hans á málaflokknum vera iCert ómetanleg. Sigurður verður úttektarstjóri í úttektum á gæðastjórnunarkerfum og mun sjá um þjálfun úttektaraðila á vegum iCert. Þannig tryggir iCert samræmda framkvæmd allra úttektaraðgerða vottunarstofunnar. Þá mun Sigurður sitja í vottunar-, hlutleysis- og kvartana- og mótmælanefndum iCert. iCert fagnar því innilega að hafa fengið Sigurð til liðs við vottunarstofuna og hlakkar mikið til samstarfsins.
  • READ MORE
    Gátlisti Jafnlaunavottun
    ágúst 19, 2018
    Á heimasíðu iCert má nálgast mikið af upplýsingum tengdum stjórnunarkerfum s.s. um jafnlaunavottun, gæðastjórnunarkerfi, vottunarferlið og þær kröfur sem gerðar eru til vottunaraðila. Þar má einnig finna gátlista fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja kanna stöðu sína í innleiðingarferli jafnlaunakerfis eða til að kanna til hvers ber að líta í undirbúningi og innleiðingu. Hafir þú frekari spurningar hafðu þá samband við skrifstofu iCert í síma 565-9001 eða gegnum spjall á heimasíðunni.
  • READ MORE
    Lög nr. 56/2017
    ágúst 13, 2018
    iCert sf. er vottunarstofa sem stofnuð var í kjölfar lögfestingar jafnlaunavottunar með lögum nr. 56/2017 jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla (jafnlaunavottun). iCert sf. hefur sótt um faggildingu í vottunum jafnlauna- og gæðastjórnunarkerfa til faggildingarsviðs Einkaleyfastofu og væntir þess að verða faggiltur vottunaraðili innan skamms. Hafðu samband í dag til að fá frekari upplýsingar. www.iCert.is
  • READ MORE
    Samstarfsaðilar
    ágúst 9, 2018
    iCert er að leita að samstarfsaðilum. Ert þú með reynslu af úttektum, eða hefur tekið próf Velferðarráðuneytisins fyrir úttektarmenn um jafnréttis- og vinnumarkaðsmál sem þýðingu hafa fyrir vottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012? Hafðu endilega samband við skrifstofu iCert. http://icert.is/samstarfsadilar/
  • READ MORE
    iCert hefur sótt um faggildingu
    ágúst 8, 2018
    iCert er í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu. Til þess að iCert hljóti faggildingu í vottun stjórnunarkerfa er nauðsynlegt að iCert fái til samstarfs við sig fyrirtæki og/eða stofnanir sem eru að innleiða í starfsemi sína jafnlauna- og/eða gæðastjórnunarkerfi eða hafa lokið því. Hafi þitt fyrirtæki eða stofnun áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni með iCert hafðu þá endilega samband við skrifstofu iCert í síma 565-9001, með því að senda okkur línu á icert@icert.is eða með því að senda okkur helstu upplýsingar hér.
  • READ MORE
    iCert er á Facebook
    ágúst 8, 2018
    iCert er á Facebook. Endilega líkið við síðuna og fylgist með okkur.
  • READ MORE
    iCert sf. ný vottunarstofa fyrir stjórnunarkerfi
    ágúst 8, 2018
    Í dag var opnuð heimasíða iCert sf. iCert er óháð vottunarstofa sem veitir vottun á stjórnunarkerfum samkvæmt kröfum stjórnunarkerfisstaðla og í samræmi við kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunaraðila. iCert hefur sótt um faggildingu í vottunum stjórnunarkerfa hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu, ISAC, á sviði gæðastjórnunarkerfa samkvæmt alþjóðlega stjórnunarkerfisstaðlinum ISO 9001:2015 – Gæðastjórnunarkerfi og jafnlaunakerfa samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. iCert stefnir að því að verða leiðandi á sviði vottunar stjórnunarkerfa hér á landi og efla vitund fyrirtækja og stofnana á kostum stjórnunarkerfa.
Sort By Date