Fræðslusíða

Fræðslusíða

Í dag fengu allir viðskiptavinir iCert í jafnlaunavottun aðgang að sérstakri fræðslusíðu um jafnlaunastaðalinn en með því vill iCert bæði veita viðskiptavinum síðnum miðlægan aðgang að fræðsluefni sem hingað til hefur verið á vinnusvæði vottunar á innri vef iCert og auðvelda miðlun nýs fræðsluefnis til viðskiptavina sinna. Viðskiptavinir iCert hafa aðgang að mikilli fræðslu um jafnlaunastaðalinn og kröfur hans. Það er því mikill ávinningur fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera samning snemma við iCert um vottun jafnlaunakerfa sinna enda nýtist efnið í innleiðingarferlinu og til framtíðarreksturs jafnlaunakerfa. Það fræðsluefni sem viðskiptavinir iCert hafa aðgang að er m.a.:

  • Fræðsluefni um kröfur ÍST 85:2012
  • Kennsluefni um tölfræði
  • Sérhannað kennsluefni um aðhvarfsgreiningu (launagreiningar)
  • Tól til þess að framkvæma launagreiningu
  • Gátlistar til að kanna stöðu sína m.t.t. krafna staðalsins
  • Kennsluefni um innri úttektir
  • Upplýsingar um vottunarferlið

iCert uppfærir kennslu- og fræðsluefni reglulega. Fræðslusíða iCert er liður í að veita viðskiptavinum iCert framúrskarandi þjónustu á sviði jafnlaunavottunar. Auk fræðslusíðu hafa viðskiptavinir iCert aðgang að vinnusvæði vottunar þar sem vinnsla vottunar fer fram og haldið er utan um gögn sem verða til í vottunarferlinu. Þannig heldur iCert miðlægt utan um öll gögn sem tengd eru vottun viðskiptavina sinna sem þeir hafa alltaf aðgang að hvort heldur sem er gegnum tölvu eða snjallsíma.

Ef fyrirtæki þitt er í innleiðingarferlinu eða að hefja það hafðu endilega samband við skrifstofu iCert til að afla upplýsinga um þjónustu iCert.