Blog

Blog

Hvað er faggilding?
Blog, Faggilding, Jafnlaunavottun, Stjórnunarkerfi
By iCert / apríl 2, 2019

Hvað er faggilding?

Þann 1. apríl var iCert veitt faggilding í vottunum stjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. En hvað er faggilding. Vottun byggir í grunninn á því trausti sem gerð er til þess aðila sem veitir vottun sem byggir m.a. á hæfni, óhæði, gagnsæi o.fl. Líkt og með önnur stjórnunarkerfi gilda alþjóðlegar kröfur um framkvæmd vottunar. Þær kröfur eru settar fram í staðlinum ÍST EN ISO 17021-1 og þurfa vottunarstofur sem taka út og votta stjórnunarkerfi eins og gæða-, umhverfis, öryggis- og jafnlaunakerfi að starfa samkvæmt þeim kröfum sem þar eru tilgreindar. Jafnframt þurfa þær að fara eftir leiðbeinandi kröfum staðalsins ÍST EN ISO 19011 sem snýr að úttektum á stjórnunarkerfum. Eins og vottun, er faggilding valkvæð ráðstöfun, nema að sjálfsögðu í tilviki jafnlaunavottunar sem er lagaskylda og til að votta jafnlaunakerfi þarf vottunarstofa að vera faggilt. Til þess að staðfesta traust, hæfni, óhæði og annað sem vottunarstofur þurfa að tryggja tekur opinber aðili út vottunarkerfi vottunarstofa og veitir faggildingu að því gefnu að kröfur séu uppfylltar. Í hverju landi starfar einn faggildingaraðili sem veitir faggildingu, einnig í samræmi við alþjóðlegar kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST EN ISO 17011 en jafnframt gilda sérlög um faggildingu sbr. lög nr. 24/2006 um faggildingu. Faggildingaraðili er faglega og fjárhagslega óháð opinberum- og einkaaðilum sem byggir undir traust. Faggildingaraðili tekur út og metur hvort vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylla þær kröfur sem þeim ber að fylgja séu uppfylltar. Faggildingaraðili hefur eftirlit með því að vottunarstofur sem hann hefur veitt faggildingu fari eftir ákvæðum sem...

Read More
Stjórnunarkerfi
Blog, Stjórnunarkerfi
By iCert / mars 31, 2019

Stjórnunarkerfi

Gæðastjórnunar-, umhverfisstjórnunar-, jafnlaunakerfi o.fl. eru allt stjórnunarkerfi. Stjórnunarkerfi byggja á hugmyndafræði stjórnunarkerfisstaðla og eru þau jafnan útfærð með hliðsjón af kröfum þeirra. Stjórnunarkerfi búa til ramma um tiltekna framkvæmd fyrir einstaklinga að vinna eftir með það fyrir augum að ná markmiðum atvinnurekenda á skilvirkan og árangursríkan máta. Með öðrum orðum er stjórnunarkerfi skilgreining á því „hvernig atvinnurekendur vilja láta framkvæma aðgerðir!“ Áherslur stjórnunarkerfa eru mismunandi. Til dæmis er áhersla gæðastjórnunarkerfa á viðskiptavini, umhverfisstjórnunarkerfi á hagsmunaaðila, samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd á meðan jafnlauna- heilsu- og öryggisstjórnunarkerfi beina athyglinni að starfsmönnum. Fyrirtæki og stofnanir reka oft á tíðum stjórnunarkerfi sem eru samþætt þannig að þau nái utan um mörg svið, tilgang og markmið. Stjórnunarkerfi eiga það sammerkt að snúast um skipulag, framkvæmd, vöktun á árangri, rýni og viðbrögð. Saman stuðlar þetta að skilvirkni aðgerða, árangri og stöðugum umbótum fyrirtækja og stofnana sem reka stjórnunarkerfi. Þau byggja í raun á afar einfaldri hugmyndafræði sem jafnan er kölluð Plan – Do – Check – Act eða PDCA og oft er lýst myndrænt hvernig stjórnunarkerfi stuðla að stöðugum umbótum í rekstri fyrirtækja. Þau byggja einnig á áherslu á ferla og virka áhættustýringu. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi sem snýst um framkvæmd launamála með það að markmiði að koma á launajafnrétti kvenna og karla hjá atvinnurekanda. Innleiðing jafnlaunakerfis er tekin í nokkrum skrefum en í upphafi er jafnlaunakerfið sem vinna á eftir útfært, t.d. jafnlaunastefnu, markmið, viðmið o.s.frv. komið á. Næsta skref er að innleiða í starfsemina kerfið þannig að starfsmenn sem koma að launaákvörðunum og hafa hlutverki...

Read More
Hvað er jafnlaunavottun?
Blog, Jafnlaunavottun
By iCert / desember 11, 2018

Hvað er jafnlaunavottun?

Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Samræmismat Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum...

Read More

Síðustu færslur

Hvað er faggilding?
Blog, Faggilding, Jafnlaunavottun, Stjórnunarkerfi
By iCert / apríl 2, 2019

Hvað er faggilding?

Þann 1. apríl var iCert veitt faggilding í vottunum stjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. En hvað er faggilding. Vottun...

Read More
Stjórnunarkerfi
Blog, Stjórnunarkerfi
By iCert / mars 31, 2019

Stjórnunarkerfi

Gæðastjórnunar-, umhverfisstjórnunar-, jafnlaunakerfi o.fl. eru allt stjórnunarkerfi. Stjórnunarkerfi byggja á hugmyndafræði stjórnunarkerfisstaðla og eru þau jafnan útfærð með hliðsjón af...

Read More
Hvað er jafnlaunavottun?
Blog, Jafnlaunavottun
By iCert / desember 11, 2018

Hvað er jafnlaunavottun?

Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki...

Read More